Munstur.is

Munstur og Menning

Það er eitthvað við munstur sem alltaf hefur heillað mig, því fór ég snemma að halda þeim til haga. Ýmsir vissu af þessum áhuga mínum og fengu hjá mér munstur. Það varð til þess að ég fór að taka saman hefti með munstrum.
Á þessum árum var Handverkshátíðin á Hrafnagili að festa sig í sessi og datt mér í hug að prófa hvort einhver hefði áhuga á að eignast gömul munstur.

En einn hængur var á. Mér hraus hugur við að standa þarna við borð og bjóða til kaups eigin framleiðslu. Spurði ég því eina dóttur mína hvort hún væri fáanleg til að standa í sölubásnum og láta reyna á hvort einhver hefði áhuga á þessu. Tók hún því vel en sagði jafnframt að ég yrði að leysa sig af, hún gæti ekki staðið þarna allan daginn án þess að geta vikið sér frá og fengið sér brauðsneið. Ég harkaði af mér og leysti hana af og þetta var ekki eins slæmt og ég hélt, eiginlega bara gaman.

En munsturútgáfan hefur hlaðið utaná sig eins og snjóbolti. Titlarnir eru orðnir nokkuð margir. Annars vegar hef ég endurútgefið gamlar íslenskar handverksbækur sem líkastar því sem þær voru og bætt við smá formála með upplýsingum um höfundinn. Hins vegar eru það gömul munstur, gjarnan sitt úr hverri áttinni, sem ég hef raðað saman í hefti eftir efni t.d. milliverk, útskurður og fl.

Útgáfan er ekki stór í sniðum hjá mér eða umsetningin mikil og þannig vil ég hafa það. Þetta er áhugamál fyrst og fremst og meðan mér þykir þetta gaman og einhverjir vilja eignast bækurnar mínar langar mig að halda áfram.
Áhugasamir geta haft samband við mig í síma 860-4933 eða á netfangið jenny@munstur.is

Grein sem birtist í Fréttablaðinu 20. april 2017.

Jenný hlýtur heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar

20. april 2017
Anton Egilsson skrifar
Aftari röð frá vinstri: Fanney Hauksdóttir, Þóra Sif Sigurðardóttir forstöðumaður Lögmannshlíðar, Edda Friðgeirsdóttir og Kristinn Björnsson. Fyrir framan þau sitja Jenný Karlsdóttir og Orri Harðarson.

Heiður­sviður­kenn­ing Menn­ing­ar­sjóðs er veitt ein­stak­ling­i sem hefur með fram­lagi sínu stutt við og auðgað menn­ing­ar­líf bæj­ar­ins. Í ár varð fyrir valinu handverkskonan Jenný Karlsdóttir en hún hefur lagt mikið af mörkum við að varðveita og upphefja íslenska menningararfinn. Jenný hefur um langa hríð safnað munstrum og gert þau aðgengileg fyrir almenning.

Grein sem birtist í Hugur og Hönd 2018.

Dagarnir eru aldrei nógu langir

24. júlí 2018
Smelltu á myndina og svo á boxið efst í hægra horninu á myndinni til að sjá hana í fullri stærð.

Einnig er hægt að sækja alla greinina sem pdf hér.

Grein í Hugur og Hönd 2018, bls.9 Grein í Hugur og Hönd 2018, bls.10 Grein í Hugur og Hönd 2018, bls.11 Grein í Hugur og Hönd 2018, bls.12 Grein í Hugur og Hönd 2018, bls.13 Grein í Hugur og Hönd 2018, bls.14 Grein í Hugur og Hönd 2018, bls.15