Fjögur hefti

Gömul Mynstur

Samantekt Jenný Karlsdóttir.

Í heftum 1 og 3 eru reitamunstur (krosssaumsmunstur) sem líka er hægt að hekla eftir t.d. myndir í glugga, dúka og fleira. Einnig eru í hefti 3 nokkur gardínumunstur.
Í hefti 2 eru líka reitamunstur fyrir krosssaum og gjarnan með litaskýringum. Einnig rósapúðar og munstur af árstíðunum. Í 4. heftinu eru aftur á móti munstur fyrir fjölbreyttari útsaumsgerðir, t.d. kontórsting , flatsaum og lykkjuspor og jafnvel kúnstbróderi. Einnig eru í heftinu munstur í sængur og koddaver.

Ég er oft spurð um ,,íslensk munstur" en erfitt er að tala um landamæri þegar munstur eru annars vegar. Gaman er að segja frá því að 1997 þegar ég setti saman efni í hefti 1 og 2 tók ég ýmislegt úr Nýju Kvennablaði sem kom út 1940-1960. Síðan hef ég fundið þessi sömu munstur í gömlum dönskum Familie Jurnal -blöðum frá 1920. Þarna sjáum við söguna í hnotskurn, arf kynslóðanna mann fram af manni.